Manduca burðarpoki, brúnn

23.990 kr

Þessi vara er uppseld.

Manduca burðarpokinn er formaður barnaburðarpoki hannaður af barnaburðarsérfræðingum í Þýskalandi. Manduca pokinn hentar frá fæðingu og þar til barnið er 20 kíló.

Hægt að nota hann á þrjá vegu, bera barnið framan á sér, á bakinu eða á mjöðminni.

Pokann er auðvelt að stilla fyrir hvern notanda. Mittisólin er breið og fellur vel að líkama burðarmanns, hentar jafn konum sem og körlum. Hún liggur vel að mjöðmunum og dreifir þannig álaginu og þunganum betur á líkamann. Þriggja-punkta festing ásamt öryggisteygju er á mittisólinni til að tryggja að hún opnist ekki. Axlarólarnar eru vel stillanlegar og hægt að krossa ólarnar þegar barnið er borið að framan. Bakstykkið sem styður við barnið er stækkanlegt. Á bakhlutanum er svo lítill vasi með framlengingu/hettu til að styðja við höfuð barnsins t.d. ef það sofnar.

Ungbarnainnlegg er að innan, sérstaklega ætlað börnum frá fæðingu (um það bil 3.5 – 6 kg). Það veitir aukinn stuðning og pokinn fellur betur að barninu. Þegar barnið stækkar er bakstykkið lengt eða þegar börn eru um 6 kíló.

Manduca pokinn er sérstaklega hannaður svo að börn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma.

Manduca pokinn er gerður úr 45% lífrænni bómull og 55% hampi að ytra lagi og 100% bómull að innan.
Burðarpokinn vegur um 600 grömm.