Codenames XXL

6.990 kr 8.990 kr

Það er eitthvað dularfullt á seyði… eitthvað STÓRkostlega dularfullt…

Skemmtilegt, margverðlaunað og risastórt orðaspil. Leikmenn skipta sér í tvö njósnaralið og markmið þeirra er að finna liðsfélaga sína sem táknaðir eru með dulnefnum á leikborðinu. Njósnameistarar hvors liðsins geta borið kennsl á njósnarana og gefa liðinu sínu vísbendingar til að leiða það að réttu dulnefnunum. Liðið sem fyrst tekst að ráða öll dulnefni af réttum lit vinnur. En gætið ykkar, leigumorðinginn gæti leynst á bak við eitt þeirra! Frábær skemmtun fyrir 2-8 leikmenn.

Spilið er á allan hátt eins og upprunalega Codenames spilið fyrir utan að allir leikhlutir eru tvöfalt stærri, þ.e.a.s. spjöldin… ekki tímaglasið… þið fáið ekki lengri tíma… múhahaha! En nú geta allir séð orðin greinilega og fleiri geta spilað.

Ath! Spilið er á ensku.