Cluedo: Game Of Thrones

8.990 kr

Getur þú leyst ráðgátuna?

Morð hefur verið framið í Westeros!
Það er reyndar nokkuð hversdagslegur atburður þar en nú þarft þú að hjálpa persónunum að leysa gátuna.
Skemmtileg útgáfa af hinu sígilda spili Cluedo fyrir aðdáendur Game of Thrones.
Hver framdi glæpinn? Og hvar? Með hvaða vopni?
Var það Jamie Lannister í dýflissunni með leigumorðingjahníf?
Eða Gráormur í drekahvelfingunni með arakh-sverði?

Nánari lýsing:

 • Fjöldi leikmanna: 3-5
 • Leiktími: u.þ.b. 30-45 mín.
 • Aldur: 8+
 • Útgefandi: Winning Moves
 • Tungumál á leikreglum: Enska

Innihald:

 • Tvíhliða leikborð
 • 6 standar
 • 12 grunaðir
 • 12 persónuspjöld
 • 59 spil
 • Cluedo spjald
 • Umslag
 • 6 vopn
 • 2 teningar
 • Leikreglur