Ilmkúlur Kitchen - Full of Life

100 kr 500 kr

Ilmkúlurnar eru skemmtileg nýjung hjá okkur. Þær virka þannig að þú notar olíuhitara til að hita upp kúlurnar og fá ferskan, róandi ilm um rýmið þar sem hitarinn er staðsettur.
Þegar þú ætlar að nota ilmkúlurnar setur þú þær í skálina á olíhitaranum. Síðan er kerti komið fyrir undir skálinni með ilmkúlunum, þegar þær byrja hitna fara þær að gefa frá sér ilm. Gæta skal þess að setja einungis um 1 tsk. af kúlum þar sem að ef að sett er of mikið magn er hætt við að það komi ekki eins mikill ilmur.
Ekki þarf að bæta neinu við kúlurnar og þegar olíu húðin er þornuð er lítið mál að henda kúlunum og setja nýjar í, skilur ekki eftir sig neitt klístur eða olíuhúð.

Ýtarlegar Upplýsingar um Ilmkúlur:

  • Tegund: Full of Life
  • Litur: Appelsínugulur
  • Þyngd: 240gr
  • Ending: 1 tsk ætti að duga fyrir 1 tekerti ca. 4 klst

Þar sem  lyktarskin fólks er mismunandi, og þar sem ilmurinn af vörunni er margslunginn þá styðjumst við eingöngu við nafnið á vörunni þegar kemur að lýsingu á ilminum.