Kjaftæði

6.990 kr
Borðspilið Kjaftæði hefur aldrei verið gefið út á íslensku og er það því einstakt á íslenskum markaði. Þá skemmir ekki fyrir hvað markhópurinn er breiður, en spilið hentar jafnt ungum sem gömlum og því eins fjölskylduvænt og það gerist.
Í ofanálag er það svo í senn gríðarlega einfalt og sprenghlægilegt! Það inniheldur 8 munngóma og 400 setningar og markmiðið er einfalt, reyna að koma setningunni út úr sér með góminn upp í sér og liðsfélaginn á að giska á hvað viðkomandi er að reyna að segja - sem er talsvert erfiðara og mun fyndnara en vanalega.