Lexibook Sjóorusta - Nimitz Force

6.990 kr

Þessi vara er uppseld.

Æsispennandi gagnvirkur sjóorustuleikur með ljósum og hljóðum frá Lexibook. Tveir leikmenn stjórna flota sem samanstendur af fimm skipum hvor og markmið þeirra er að finna öll skip andstæðingsins og sökkva þeim. Leikmennirnir geta ákveðið fyrirfram hvort þeir vilja nota svokallaða jókera eða leynivopn í leiknum en þá fær hvor leikmaður auk venjulegra skota, tundurskeyti, mega-sprengju og ratsjá sem styrkja vopnabúr þeirra. Leikborðið gerir leikinn enn meira spennandi með tímatöku, ljósum og hljóðum sem heyrast þegar ýtt er á takka til merkis um að skoti hafi verið hleypt af eða hitt takmark sitt. Gengur fyrir 3 x AA rafhlöðum (ekki innifaldar).