MIMIQ Farm

2.290 kr

Þessi vara er uppseld.

Sýndu þitt rétta andlit!

Tilbrigði við hið sprenghlægilega spil MimiQ, með myndum af húsdýrum.

Skemmtilegt spil í anda veiðimanns, nema í stað þess að spyrja „Áttu tvist?“ þarf leikmaðurinn að leika eftir grettuna eða svipinn sem hann er að fiska eftir. Safna þarf þremur eins spilum til að ná slag, sá sem er með flesta slagina í lokin vinnur.

Hressandi spil sem fær fjölskylduna til að hlæja saman.

Nánari lýsing:

  • Fjöldi leikmanna: 2-6
  • Leiktími: u.þ.b. 10-15 mín.
  • Aldur: 4+
  • Útgefandi: Four Esses
  • Tungumál á leikreglum: Íslenska

Innihald:

  • 34 spil
  • Leiðbeiningar