Pandemic - Legacy Blue

12.990 kr

Þessi vara er uppseld.

Tilbrigði við hið geysivinsæla samvinnuborðspil Pandemic. Í Pandemic Legacy fara leikmenn sem fyrr í hlutverk sóttvarnarteymis og reyna að halda banvænum sjúkdómum í skefjum í heilt ár. Í hverjum mánuði gerist eitthvað óvænt og mikilvægt er að vanda sig áður en ákvarðanir um aðgerðir eru teknar því þær hafa áhrif síðar meir.

Spilið fæst í rauðum eða bláum kassa en hentugt er að eiga báða ef maður vill spila með tveimur ólíkum hópum. Þannig er líka þægilegt að kanna alls kyns leiðir og möguleika sem spilið býður upp á.

Pandemic Legacy er spilað í 12-14 umferðum eftir ákveðnum söguþræði.