Sequence Deluxe

6.490 kr

Ný útgáfa af hinu vinsæla Sequence fjölskylduspili sem er mjög vönduð og glæsileg.

Spilið spilast eins og hefðbundið Sequence, nema á flottari og þægilegri máta. Tvær breytingar hafa þó verið gerðar:

  • Annarsvegar er leikborðið rúmlega helmingi stærra en í hefðbundnu Sequence og því með mun stærri spilareitum. Það hentar því einstaklega vel þegar margir eru að spila saman.
  • Hinsvegar hefur sú breyting verið gerð að spilapeningarnir eru hvítir öðrum megin. Þegar röð hefur verið mynduð er þeim snúið við á hvítu hliðina. Þá ætti ekki að fara fram hjá neinum hversu margar raðir hafa verið myndaðar.

Tilgangurinn með Sequence er að vera fyrst(ur) til að leggja tvær raðir með fimm spilapeningum í sama lit, upp, niður eða á ská. Spennan og hraðinn eykst með hverri umferð en mikilvægt er að leggja niður á réttum tíma, spila skipulega og með smá
heppni þá er sigurinn í höfn. Sequence er frábært spil til að spila í litlum jafnt sem stórum hóp en allt að 12 manns geta spilað saman. Deluxe útgáfan er bara ennþá meiri lúxus í teitið!