Sequence Numbers

2.990 kr

Þessi vara er uppseld.

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!

Sequence Numbers er ný og spennandi viðbót við hina sívinsælu Sequence vörulínu hjá Nordic Games. Tilgangurinn er að vera fyrstur til að leggja Sequence – raðir með fimm spilapeningum í sama lit, upp, niður eða á ská.

2-3 leikmenn: Að vera fyrsti leikmaður/lið til að mynda eina Sequence.
4-6 leikmenn: Að vera fyrsti leikmaður/lið til að mynda tvær Sequence.

Spennan og hraðinn eykst með hverri umferð en mikilvægt er að leggja niður á réttum tíma, spila skipulega og með smá heppni þá er sigurinn í höfn.

Í Sequence Numbers innihalda spilin jöfnuna og svörin er að finna á leikborðinu. Á öllum spilum er stærðfræðidæmi með samlagningu eða frádrætti. Leikmenn þurfa að para spilið við rétt svar á borðinu og leggja spilapeninginn þar niður. Tölurnar eru litaflokkaðar í skærum litum til að aðstoða við talnalæsi. Það er skemmtilegt að læra stærðfræði með Sequence!