Sjónarspil

5.590 kr

Þessi vara er uppseld.

Sjónarspil er frábært spil sem er algjörlega íslensk hönnun.

Hönnuðir eru þau Bergur Hallgrímsson og Tinna Finnbogadóttir

Sjónarspil er skemmtilegt fjölskyldu- og partýspil sem nýtur sín best í góðra vina hópi.
Leikmenn fá spjöld með lýsingarorðum og þurfa að velja þau spil sem lýsa meðspilurunum best. Það þarf að vanda valið, allir spilarar eru með sömu spil og hvert spil má bara nota einu sinni.
Hver í hópnum er nördinn og hver er hjálpsamur?
Það er ekkert eitt rétt svar því leikmenn fá stig fyrir það hversu margir eru sammála.
Þú getur fylgt eigin sannfæringu og valið orð sem þér finnst lýsa meðspilurunum best eða sýnt kænsku og valið orð sem þú telur að flestir muni velja.

Sjónarspil hentar frábærlega í vinahópinn því reglurnar eru einfaldar, spilatíminn er stuttur og allir gera á sama tíma – engin bið eftir öðrum.

Á hverju spili eru 2 orð sem eru litakóðuð, einungis er notast við einn litakóða í hverri umferð. Í heildina eru 100 orð í boði í venjulegu útgáfunni af Sjónarspil.

Nánari lýsing:

 • Fjöldi leikmanna: 4-8
 • Leiktími: u.þ.b. 15 mín.
 • Aldur: 14+
 • Útgefandi: Bergur Hallgrímsson og Tinna Finnbogadóttir
 • Tungumál á leikreglum: Íslenska

Innihald:

 • 8×50 spil (100 orð)
 • 8 peð
 • Spilaborð
 • leikreglur

  Spilatími er 15 mínútur sem gerir þetta spil mjög fljótlegt og þæginlegt í notkun.
  Oftast endar fólk á því að spila nokkrar umferðir.

  Einnig er í boði að kaupa 18+ viðbót við spilið sem kemur með 20 ný orð sem eru aðeins grófari og ættluð 18 ára og eldri. 
  Þú finnur 18+ Viðbótina hér: Sjónarspil 18+ viðbót