The Quacks Of Quedlinburg

6.490 kr

Þessi vara er uppseld.

Frábært verðlaunaspil frá Schmidt fyrir 2-4 leikmenn, 10 ára og eldri. Einu sinni á ári er haldinn 9 daga langur basar í borginni Quedlinburg. Þar koma saman bestu skottulæknar landsins til að sýna lækningarmátt sinn. Táfýla, heimþrá, hiksti og óendurgoldin ást – þessir loddarar hafa lækningu við öllu. Hver þeirra bruggar sinn eigin seið. Hver leikmaður dregur hráefni úr pokanum sínum þar til töfradrykkurinn er fullkomnaður. En gætið varúðar, ef of mörg óvenjuleg hráefni eru sett í pottinn getur hann sprungið! Því gæti það borgað sig að hætta áður en það er of seint eða gera ekki of stóran skammt til að byrja með, og geyma verðmæt hráefni þar til síðar. Næsta brugg gæti orðið þitt besta!

Spilið hefur verið tilnefnt og unnið til fjölda verðlauna, s.s. besta fjölskylduspilið 2018 hjá Golden Geek, Kennerspiel des Jahres og Cardboard Republic.