Jungle Speed

3.990 kr

Þessi vara er uppseld.

Jungle Speed 

Jungle speed er alveg hreint magnað spil þar sem hröð hugsun og athygli ræður ríkjum!
Leikurinn gengur út á það að vera fyrstur að grípa keflið og losa sig við öll spilin sín.
Í spilinu eru 80 spil sem dreift er jafnt á milli leikmanna í byrjun leiks. Hver leikmaður tekur sinn bunka og leggur hann á hvolf fyrir framan sig, síðan er keflið sett í miðju borðsins.
Nú hefst leikurinn, allir leikmenn taka eitt spil úr bunkanum sínum og snúa því við á sama tíma. Ef spil með samskonar tákni kemur upp hjá tveimur eða fleiri leikmönnum þá heygja þeir einvígi! Í því keppast þeir um að ná trékeflinu en sá sem tapar verður að taka upp bunka hins. Markmið leiksins er að vera fyrsti leikmaður til að klára öll spilin sín.

Nánari lýsing:

  • Fjöldi leikmanna: 2 - 8
  • Leiktími: u.þ.b. 10 - 15 mín
  • Aldur: 7+
  • Útgefandi: Asmodee
  • Tungumál á leikreglum: Enska

Innihald:

  • Sérstakur spilastokkur (80 spil)
  • Jungle speed trékefli
  • Poki til að geyma spil og kefli í