Þessi vara er uppseld.
Partý Skellur er þriðja spilið sem félagarnir Auddi, Egill og Steindi í FM95BLÖ senda frá sér.
Fyrri spil þeirra, Skellur (2016) og Algjör Skellur (2017), slógu rækilega í gegn og hefur ríkt mikil eftirvænting eftir nýrri útgáfu.
Partý Skellur er frábær skemmtun frá upphafi til enda og þú átt eftir að kynnast meðspilurum þínum á sprenghlægilegan hátt. Þátttakendur hafa mikil áhrif á þróun leiksins hverju sinni og þannig verður hvert spilakvöld einstakt.
Í spilinu má finna kostulega reiti á borð við:
- Hvað veistu um mig?
- Hver er líklegastur?
- Hvað á ekki að gera?
- Partý Skellur
Að ógleymdri dúkkunni og Pass the Poop en þegar farið er yfir ákveðna reiti þarf að láta hana ganga hringinn – og enginn vill halda á dúkkunni þegar hún springur!
Þú getur spilað Partý Skell aftur og aftur og aftur. Góða skemmtun!
Aldurshópur: 10 - 122 ára