Spæjaraskólinn

4.900 kr

Hvað er Spæjaraskólinn?


Spæjaraskólinn eru ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára. Í hverjum kassa er ráðgáta, þar sem aðalpersónurnar, Klara Sif og Atli Pawel, lenda í dularfullum aðstæðum og þurfa aðstoð áskrifenda til að leysa gátuna. Í hverjum kassa er saga, auk nokkurra þrauta og verkefna sem þarf að leysa til að fá næsta kafla og næstu þrautir, og að lokum komast að lausn gátunnar.

 

Hugmyndin á bak við Spæjaraskólann er í stuttu máli sú að veita krökkum skemmtilegt afþreyingarefni, sem er á sama tíma áskorun. Efnið er samsett þannig að krakkarnir verða að leggja sitt af mörkum til að leysa gátuna, því annars gengur dæmið ekki upp. Spæjaraskólinn gefur krökkum tækifæri til að upplifa sig sem hluta af teyminu og að þau geri gagn við lausn gátunnar.  

 

Ráðgátukassar eru vinsæl afþreying erlendis, en þar er þeim einkum beint að fullorðnum. Ráðgátukassar eru skemmtileg leið til að þroska ályktunarhæfni, lífsleikni og rökhugsun, auk þess að læra að meta upplýsingar. Sögurnar í kössunum byggja á samfélagi okkar og sögu, og með því vonumst við til að vekja áhuga krakka á ýmsum þáttum samfélagsins.